Kalkþörungaverksmiðjan Bíldudal: áfrýjar dómi til Landsréttar

Verksmiðja Íslenska kalkþörungafélagsins á Bíldudal.

Íslenska kalkþörungaverksmiðjan hf hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur um endurákvörðun skatta fyrir 5 ára tímabil, 2016 – 2020, til Landsréttar. Ríkisskattstjóraembættið og yfirskattanefnd höfðu hækkað tekjur fyrirtækisins um 488 m.kr. með þeim rökum að móðurfélagið Marigot Ltd. hefði stýrt afkomu samstæðu félagana með þeim hætti að enginn skattskyldur hagnaður yrði til hjá íslenska kalkþörungafélagini á Bíldudal.

Félagið skaut málinu til dómstóla og Héraðsdómur staðfesti ákvörðun yfirskattanefndar og Ríkisskattstjóra.

Halldór Halldórsson, forstjóri sagði í samtali við Bæjarins besta að félagið væri ósammála dómnum í öllum atriðum. Tveir dómkvaddir matsmenn hefðu verið fengnir til þess að gera greiningu á verðlagningunni og bera saman við sambærileg fyrirtæki í Evrópu og hefðu þeir komist að þeirri niðurstöðu að útreikningar íslenska kalkþörungafélagisins væri réttir. Héraðsdómur hefði hins vegar vísað áliti þeirra frá.

Halldór sagði að ekkert félag gæti lifað við dóminn, það væri ekki hægt að greiða skatta af tekjum sem ekki væru til.

3

hagnaður yrði til hjá

stefn

anda á Íslandi

.

DEILA