Vestfirðir: íbúum fjölgaði um 10,4% á fjórum árum

Frá Patrekshöfn. Mynd: Patrekshöfn.

Frá 1.desember 2020 til 1. mars 2025 fjölgaði íbúum á Vestfjörðum úr 6.830 í 7.541 eða um 10,4%. Á sama tíma fjölgaði landsmönnum um 9,9%. Á þessum rúmum fjórum árum varð því ívið meiri íbúafjölgun á Vestfjörðum en á landsvísu. Á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði á sama tíma um 10,2%, sem er aðeins minni fjölgun en varð á Vestfjörðum.

Lítil fjölgun síðustu þrjá mánuði

Síðustu þrjá mánuði hefur verið lítil íbúafjölgun á landinu, aðeins 698 manns sem er 0,2%. Hefur hægt mikið á fjölguninni sem verið hefur síðustu ár. Umtalsverð fækkun varð á Suðurnesjum og Austurlandi og einng varð fækkun á Vesturlandi og Norðurlandi vestra. Fjölgun varð á Suðurlandi um 0,4% og höfuðborgarsvæðinu um 0,3%.

Óbreytt staða var á Vestfjörðum. Fækkun varð í Ísafjarðarbæ um 29 manns, en fjölgun í Vesturbyggð um 14 og um 6 í Súðavík.

DEILA