Verslunin Fjölval á Patreksfirði afhenti í vikunni Björgunarbátasjóði Vestur Barðastrandasýslu 2,5 miljónir til kaupa á nýju björgunarskipi.
Nýtt björgunarskip Landsbjargar á að koma til Patreksfjarðar á næsta ári og þurfa heimamenn að safna fyrir um fjórðungi kaupverðsins. Ríkissjóður greiðir helming og Landsbjörg greiðir fjórðung. Hlutur heimamanna er um 85 m.kr.
Stendur yfir söfnun fyrir þeim hlut. Oddi hf gefur gefið 30 m.kr. og strandveiðisjómenn hafa safnað 25 m.kr. svo nefnd séu tvö dæmi um framlög sem þegar hafa borist.