Bæjarstjórn Bolungarvíkur ákvað í vikunni að greiða foreldrum sem eru heima með börn sín fasta upphæð á mánuði. “Ekki hefur hefur starfandi dagforeldri í Bolungarvík í tvö ár og er þessi ákvörðun viðbrögð við því„ segir Halla Signý Kristjánsdóttir skrifstofu- og fjármálastjóri Bolungarvíkurkaupstaðar.
Greiðslan er miðuð við þær niðurgreiðslur sem eiga að vera við dagmæður og eru á þessi ári 53.560 til foreldra í sambúð og 64.280 til einstæðra foreldra.
Réttur til heimgreiðslna fellur niður um leið og barn fær daggæsluúrræði eða boð um leikskólavist.
bryndis@bb.is