Arna Lára: stóra verkefnið að tryggja flugsamgöngur

Arna Lára Jónsdóttir, alþm.

„Þetta eru alvarlegar fréttir fyrir íbúa og fyrirtæki á norðanverðum Vestfjörðum. Það er alveg ljóst að það verður stóra verkefnið að tryggja flugsamgöngur við svæðið og að ekki verði rof á þjónustu.  Það verður að líta til þess að flugið er í raun einu almenningssamgöngurnar og margir íbúar eru algjörlega háðir þessari þjónustu. Vestfirðingar eiga mikið undir að sækja nauðsynlega þjónustu til höfuðborgarsvæðisins sem ekki er í boði á landsbyggðinni og má þar nefna helst heilbrigðisþjónustu.“

Þetta segir Arna Lára Jónsdóttir, alþm. aðspurð um viðbrögð hennar við ákvörðun Icelandair um að hætta áætlunarflugi til Ísafjarðar haustið 2026.

eyða óvissu sem fyrst

„Stjórnvöld í samstarfi við heimamenn verða að vera samhent í því að leita lausna og eyða óvissunni sem fyrst. Það er ekki langur tími sem við höfum til stefnu. Skoða þarf málið frá ýmsum þáttum má þarf nefna vélarkosti, flugvallarstæði og þjónustuaðila.

Það ætti að vera rakið viðskiptadæmi að þjónusta íbúa og vaxandi atvinnulíf á Vestfjörðum ef innviðir svæðisins eins og flugvellir myndu styðja við slíkan vöxt.“

DEILA