Arnarlax vill auka laxeldi í Arnarfirði um 4.500 tonn

Arnarlax hefur lagt fram umhverfismatsskýrslu vegna umhverfismats á auknu sjókvíaeldi í Arnarfirði, en fyrirtækið áformar að auka hámarkslífmassa úr 11.500 tonnum í 16.000 tonn og stækka eldissvæðin úr 5,9 km2 í 29 km2.

Með þessari fram­leiðslu­aukn­ing­unni verður um­tals­verð stækk­un á þeim eld­is­svæðunum sem nú eru í notkun.

Áhrif á erfðablönd­un við villta stofna lax­fiska, sem falla und­ir áhættumat erfðablönd­un­ar eru talin óveruleg. Þá tel­ur Arn­ar­lax að fyr­ir­hugaðar breyt­ing­ar sé ekki lík­leg til að hafa um­tals­verð um­hverf­isáhrif sé tekið til­lit til mó­vægisaðgerða fyr­ir­tæk­is­ins.

DEILA