Arnarlax hefur lagt fram umhverfismatsskýrslu vegna umhverfismats á auknu sjókvíaeldi í Arnarfirði, en fyrirtækið áformar að auka hámarkslífmassa úr 11.500 tonnum í 16.000 tonn og stækka eldissvæðin úr 5,9 km2 í 29 km2.
Með þessari framleiðsluaukningunni verður umtalsverð stækkun á þeim eldissvæðunum sem nú eru í notkun.
Áhrif á erfðablöndun við villta stofna laxfiska, sem falla undir áhættumat erfðablöndunar eru talin óveruleg. Þá telur Arnarlax að fyrirhugaðar breytingar sé ekki líkleg til að hafa umtalsverð umhverfisáhrif sé tekið tillit til móvægisaðgerða fyrirtækisins.