Skipulags- og framkvæmdaráð Vesturbyggðar leggur til við heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og fyrrum Rauðasandshrepps að samþykkt verði umsókn Vegagerðarinnar dagsett 22.mars 2024 þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi vegna tveggja verkefna á Örlygshafnarvegi, annars vegar um nýjan veg um Hvallátra og hins vegar enduruppbygging á Örlygshafnarvegi (612) frá Hvalskeri að Sauðlauksdal.
Skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga fyrir framkvæmd um Örlygshafnarveg – Hvallátra. Fyrir liggur samþykki landeiganda.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkti í september 2024 útgáfu framkvæmdaleyfis vegna fyrri hluta umsóknarinnar Örlygshafnarvegs Hvalsker – Sauðlauksdalur en frestaði afgreiðslu þess hluta umsóknar er snýr að Örlygshafnarveg Hvallátrum þar til samþykki landeigenda lægi fyrir.