Samgönguráðherra: áfall fyrir Vestfirði

Eyjólfur Ármannsson, alþm og samgönguáðherra.

Eyjólfur Ármannsson, samgönguráðherra segir að ákvörðun Icelandair um að hætta áætlunarflugi til Ísafjarðar sé áfall. Hann segir í færslu á facebook:

„Áætlunarflug til Ísafjarðar er gríðarlega mikilvægt fyrir svæðið og Vestfirði í heild. Ég mun óska eftir fundi með for­stjóra Icelanda­ir sem fyrst til að ræða þetta mál, sem kallar á viðbrögð stjórnvalda. Gríðarlega mikilvægt er að áætlanaflug til Ísafjarðar sé tryggt, sem og rekstrargrundvöllur þess. Það er verkefnið.“

DEILA