Fiskeldismál verða með viðkvæmari og erfiðari málum sem Alþingi fær til úrlausnar á haustþingi að sögn Páls Magnússonar, formanns atvinnuveganefndar. Páll, sem er þingmaður Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi, segir í Morgunblaðinu í dag að málið sé erfitt og segir margskonar sjónarmið uppi innan stjórnmálaflokkanna um málið og þau fari ekki endilega eftir flokkslínum. Á næstu dögum skilar starfshópur um stefnumótun í fiskeldi skýrslu sem verður kynnt í ríkisstjórn og eins í atvinnuveganefnd og umhverfis- og samgöngunefnd.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mun mæta á fund atvinnuveganefndar á mánudaginn kemur til að ræða stöðu sauðfjárbænda. Stefnumótun í fiskeldi er ekki á dagskrá fundarins. Páll kveðst ekki vita hvort ráðherrann muni nota tækifærið til að kynna fiskeldisskýrsluna á fundinum, enda sé ekki ljóst hvort skýrslan verði tilbúin þá.
smari@bb.is