Strandagangan fer fram á skíðasvæði Skíðafélags Strandamanna í Selárdal í Steingrímsfirði, laugardaginn 8. mars 2025.
Strandagangan er almenningsganga fyrir fólk á öllum aldri, jafnt byrjendur sem lengra komna og er hluti af Íslandsgöngumótaröð SKÍ.
Þetta er 31. árið í röð sem gangan er haldin en fyrsta Strandagangan var haldin árið 1995.
Að lokinni keppni er hið margrómaða kökuhlaðborð í Félagsheimilinu á Hólmavík en þar mun verðlaunaafhendingin einnig fara fram. Áhorfendur og aðrir sem vilja styrkja gönguna geta keypt sig inn á kökuhlaðborðið á staðnum og þegar keppnisgögn eru afhent,
Sunnudaginn 9. mars heldur fjörið áfram með leikjadegi fyrir börn og unglinga og skíðaskotfimimóti.
Skráning og nánari upplýsingar hér.