
Um helgina fór fram landsmót Skotíþróttasambands Íslands á Ísafirði í tveimur greinum með riffli , þrístöðu, sem er hnéstöðu, liggjandi og standandi og liggjandi af 50 metra færi.
Félagar í Skotíþróttafélagi Ísafirði gerðu gott mót og unnu báðar greinarnar.
Í liggjandi greininni varð Valur Richter efstur, Leifur Bremnes varð annar og Guðmundur Valdimarsson varð þriðji.
Í þrístöðunni vann Valur Richter gull og Leifur Bremnes fékk silfrið.
Uppfært kl 19:00 og leiðrétt úrslit í þrístöðunni.