Í gær var sagt frá því að 12 strandveiðisjómenn á Patreksfirði hafa safnað styrkjum og framlögum upp á 7,5 m.kr. til kaupa á nýju björgunarskipi Landsbjargar á Patreksfirði, sem áformað er að komi á næsta ári.
Að sögn Smára Gestssonar, eins af forsvarsmönnum björgunarbátasjóðs V-Barðarstrandarsýslu er framlag strandveiðimanna komið upp í 25 m.kr. Um 45 strandveiðimenn standa að framlögunum, en þeir eiga það sammerkt að leggja upp á svæðinu.
Þá hefur bæst við þegar komin vegleg framlög frá fyrirtækjum á svæðinu. Nýjast er 1 m.kr. styrkur frá FF Rafverk ehf á Tálknafirði.