„Arnarlax fagnar niðurstöðu Landsréttar en nú hafa bæði Héraðsdómur Vestfjarða og Landsréttur staðfest að innheimta Vesturbyggðar á aflagjöldum var ólögmæt.“ segir í svari Björns Hembre, forstjóra Arnarlax við fyrirspurn Bæjarins besta.
Vilja greiða fyrir þjónustu
„Arnarlax tekur fram að félagið vill að sjálfsögðu greiða fyrir þá þjónustu sem félagið þiggur og hefur ítrekað á undanförnum árum óskað eftir samningi við sveitarfélagið um eðlilegt endurgjald. Þrátt fyrir viðleitni Arnarlax til að semja hefur sveitarfélagið ekki fallist á sanngjarnar tillögur Arnarlax í þeim efnum.
Við munum nú skoða þá stöðu sem upp er komin og meta næstu skref.“