Björgunarbátafélag V-Barðastrandarsýslu fær 2 m.kr. í gjöf

Gunnar Sean og Páll Heiðar færa Björgunarbátasjóðnum gjafirnar. Mynd: Smári Gestsson.

Þrjú fyrirtæki á Patreksfirði,Vélaverkstæði Patreksfjarðar annars vegar og Smur og dekk ásamt strandveiðiútgerð Páls Heiðars hins vegar , hafa fært Björgunarbátasjóði V-Barðastrandasýslu sitthvora miljónina til kaupa á nýju björgunarskipi.

Áður hefur sjóðurinn fengið veglegar gjafir frá Odda hf, 30. m.kr. og frá slysavarnardeildinni Unni, 10 m.kr.

Gert er ráð fyrir að á vegum Landsbjargar og ríkisins komi nýtt björgunarskip til Patreksfjarðar á næsta ári. Kostnaður við skipið eru tæpar 400 m.kr. og þar af þarf um fjórðungur að koma úr heimabyggð skipsins.

DEILA