Kjarasamningar kennara undirritaðir

Kjarasamningur Kennarasambands Íslands við Samband íslenskra sveitarfélaga og ríkið var undirritaður í húsakynnum ríkissáttasemjara laust fyrir miðnættið í gærkvöld. Samningurinn er mjög svipaður þeim sem sveitarfélögin höfnuðu síðastliðinn föstudag.

Ríkissáttasemjari hafði boðað samningsaðila til fundar klukkan 15 í gær, eftir vonbrigði síðasta föstudag. Þá samþykktu kennarar innanhússtillögu sáttasemjara en sveitarfélögin höfnuðu.

Kjara­samn­ing­ur­inn er til fjög­urra ára og gild­ir út mars 2028.

Samningurinn fel­ur í sér 24 pró­sent launa­hækk­an­ir yfir tíma­bilið.

Gert verður bráðabirgðamat á störf­um kenn­ara, sem skil­ar þeim 8 pró­sent inn­á­borg­un strax inn á virðismatið sem á eft­ir að fara fram.

For­sendu­ákvæði samningsins verðurí fyrsta lagi hægt að virkja 1. mars 2027 en for­sendu­nefnd ger­ir kenn­ur­um erfiðara um vik að segja upp samn­ingn­um og þarf ákveðið ferli að eiga sér stað áður en það er mögu­legt.

DEILA