Sigríður Soffía Níelsdóttir er dansari og listamaður og bý að hluta til í Örlygshöfn við vestanverðan Patreksfirði. Verkefnið Eldblóma Elexír er líkjör sem gerður er úr vestfirskum rabbabara og blóðbergi í bland við ætiblóm sem ræktað er hér á landi. Hráefnið er tínt í Örlygshöfn.
Uppbyggingarsjóður Vestfjarða veitti í desember sl. 1,3 m.kr. styrk til þess að þróa verkferla á Vestfjörðum vegna Eldblóma Elexir.
Sigríður Soffía segir að unnið sé að því að flytja vestur framleiðsluna á sýrópinu sem fer í líkjörinn.
Hún er dansari og semur dansa og notar gjarnan blóm við sýningar. Í fyrra var Sigríður Soffía á Barnamenningarhátíð Vestfjarða með danskennslu og unglingadeildin fékk fyrirlestur um það hvernig dansinn skóp Eldblóm.
Hún hefur fengið styrk frá safnasjóði til þess að setja upp sýningu á Hnjóti um danssýninguna sem varð að vöru.
Fyrir þá sem vilja vita meira um verkefnið
Hlekkir : www.eldblom.com
instagram: @eldblom.studios og @icelandicspritz
