Nýliðunarkvóta á grásleppu úthlutað

Alls sóttu 57 aðilar um nýliðunarkvóta í grásleppu sem Fiskistofa hefur nú úthlutað.  Erindum frá 9 útgerðum var hafnað og deildust því þau 65 tonn sem í boði voru á 48 nýliða.  

Aðeins tæp 1,4 tonn í aflamark á hvern og einn.  Magnið sem hér um ræðir eru 5,3% af upphafsaflamarki 1.216 tonnum. 

Í frétt Landsambands smbátaeigenda segir að hér sé “ um enn eina falleinkunn sem lögin fá.  Eins og sjá má er þetta ekki upp í nös á ketti.  Aðilar sem fóru á grásleppu í fyrsta skiptið 2023, stunduðu veiðar sl. tvær vertíðir eiga litla möguleika á áframhaldandi veiðum.  Að falla úr 60 tonna afla niður í 5 tonn er eitthvað sem gengur ekki upp.“  

DEILA