Mikill gönguáhugi

Á Kofra. Mynd: Einar Skúlason

Góð þátttaka hefur verið í skipulagðar göngur Ferðafélags Ísfirðinga í sumar. Um síðustu helgi gengu tæplega 30 manns frá Flæðareyri yfir í Grunnavík undir leiðsögn hins glögga og fróða Smára Haraldssonar.

Mynd: Ó. Smári Kristinsson
Staður í Grunnavík. Mynd. Ó. Smári Kristinsson

Næsta laugardag á svo að ganga úr Hjarðardal í Dýrafirði um Mjódal inn af Bjarnadal og að Kirkjubóli í Bjarnadal í Önundarfirði. Fararstjóri í þeirri göngu er Emil Ingi Emilsson.

Um Verslunarmannahelgina var árleg gönguhátíð í Súðavík og að sögn göngustjóra hátíðarinnar var gríðargóð þátttaka eða um 400 manns sem mættu í viðburðina en um 130 sem tóku þátt í göngum. Það voru fjölbreyttar göngur í boði þá helgina, frá Skötufirði og í Heydal í Mjóafirði, Sauratindar-Skák-Sauradalur, Seljalandsdalur-Þjófaskörð-Syðridalur og að venju var gengið á Kofra.

Feðginin Gyða og Barði. Mynd: Einar Skúlason
Guðbjartur með Álftafjarðarbotn í baksýn. Mynd: Einar Skúlason

Nálgast má allar upplýsingar um ferðir Ferðafélags Ísfirðinga á Facebook síðu þess.

bryndis@bb.is

DEILA