Á vefsíðu Reykhólahrepps er sagt frá því að stærstur hluti raflína í Reykhólahreppi sé nú kominn í jörð.
Í vetur var aftengd loftlína frá Bjarkalundi að Djúpadal. Sú lína var liðlega 10 km. með heimtaugum að Kinnarstöðum og Gröf. Auk þess var aftengdur sæstrengur yfir Þorskafjörð, rúmlega 1,5 km.
Í stað þessarar línu var tengdur jarðstrengur sem lagður var meðfram nýja veginum yfir Þorskafjörð og fyrir Hallsteinsnes.
Þegar þessi loftlína er aflögð er eftir línan frá Djúpadal að Kletti í Kollafirði liðlega, 20 km.