Opnað fyrir framtalsskil einstaklinga 28. febrúar

Skattframtal einstaklinga verður aðgengilegt á þjónustuvef Skattsins frá og með 28. febrúar næstkomandi.

Öllum sem náð hafa 16 ára aldri í lok árs 2024 ber að skila skattframtali og telja fram, og er lokaskiladagur 14. mars 2025.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá skattinum.

Þar segir einnig framtalsleiðbeiningar séu tilbúnar og komnar á vefinn ásamt bæklingi með einföldum framtalsleiðbeiningum. Í honum er stiklað er á stóru yfir það helsta sem einstaklingar þurfa að huga að við skil á skattframtali.

Ef þú hefur spurningar eða lendir í vandræðum með framtalið má velja ólíkar þjónustuleiðir:

  • Spjallmennið Askur getur svarað ýmsum spurningum um framtalið
  • Boðið verður upp á framtalsaðstoð í síma
  • Senda fyrirspurnir á netfangið framtal@skatturinn.is
DEILA