Veturinn 2024-2025 ákvað fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar að seinka skóladegi hjá unglingastigi um 40
mínútur, þetta átti að vera tilraunaverkefni til eins árs. Skólastjóri Grunnskólans á Ísafirði kynnti fyrir fræðslunefnd niðurstöður könnunar sem gerð var í desember um afstöðu kennara, nemenda og foreldra til tilraunarinnar.
starfsfólk : 71% ekki ánægð
Meðal starfsfólks svöruðu 63% könnuninni og reyndust 71% þeirra ekki vera ánægð með tilraunina og aðeins 29% ánægð. Einnig var spurt hvort viðkomandi vildi að tilraunaverkefninu yrði haldið áfram. 75% svöruðu því neitandi.
Nemendur í 10. bekk voru heldur ekki ánægðir. Meirihluti þeirra eða 57% voru ekki ánægð en 43% voru þó ánægð. Þar var svarhlutfallið 63%.
Nemendur í 8. og 9. bekk voru jákvæðari. Þar voru 60% ánægðir með tilraunina og 59% vildu halda tilrauninni áfram. Svarhlutfall var 67%.
Af foreldrum var aðeins 41% ánægð með tilraunina en 59% voru ekki ánægð. Tæp 60% vildu ekki halda áfram með þessa tilraun. Svarhlutfallið var lágt, aðeins 38%.
Málið verður áfram til umræðu innan fræðslunefndar.