Ljóðabókin Hvammur eftir Ásmund Magnús Hagalínsson

Ásm. Magnús Hagalínsson.

Út er komin ljóðabókin Hvammur eftir Ásm. Magnús Hagalínsson.
Ásmundur Magnús Hagalínsson fæddist 14. febrúar árið 1931 í Dýrafirði. Frá unga aldri tók hann þátt í bústörfum og sjómennsku og á unglingsárum starfaði hann í vegavinnu, á snurvoðarbát og við síldveiðar. Hann lærði málmiðn í Vélsmiðju Guðmundar J. Sigurðssonar á Þingeyri og útskrifaðist sem vélstjóri frá Vélskóla Íslands árið 1957. Eftir útskrift vann hann sem vélstjóri á togurum og fraktskipum og sigldi með fisk til New York. Hann tók einnig þátt í að sækja skip til Noregs og Hollands til að fylgjast með niðursetningu og frágangi á vélbúnaði. Árið 1969 hóf hann störf hjá ÍSAL í Straumsvík, þar sem hann starfaði við viðhald og eftirlit í meira en 30 ár.
Hvammur er fyrsta ljóðabók Magnúsar og byrjaði hann ungur að setja saman kvæði og vísur. Kveðskapurinn fjalla um líf hans og tilveru, vonina og þrá, ástina og trúna, fjölskylduna, samferðamenn hans á lífsleiðinni og atburði líðandi stundar og liðinna tíma. Hugur Magnúsar leitaði oft til Vestfjarða og orti hann mörg ljóð um æskustöðvarnar í Hvammi sem honum var annt um, Dýrafjörðinn og Vestfirði og myndir úr íslenskri náttúru.

Þeir sem hafa áhuga á að eignast ljóðabókina Hvammur geta sent póst á netfangið adalheidur101@gmail.com eða hringt í 📞 896 3021. Bókin er 157 bls. og kostar 5000 kr.

DEILA