Starfshópur um stefnumótun í fiskeldi átti að skila af skýrslu um miðjan mánuðinn og hafði 15. ágúst verið nefndur í því sambandi. Þórir Hrafnsson, upplýsingafulltrúi atvinnuvegaráðuneytisins, segir skýrslunnar sé að vænta á allra næsta dögum. Að sögn Þóris verður skýrslunni skilað til sjávarútvegsráðherra sem væntanlega kynnir hana fyrir ríkisstjórn áður en hún verður gerð opinber.
Starfshópurinn var skipaður í desember á síðasta ári, í tíð Gunnars Braga Sveinssonar í sjávarútvegsráðuneytinu.
Í tilkynningu ráðuneytisins á þeim tíma kom fram að fiskeldi sé ört vaxandi atvinnugrein og mikilvægt sé að skilyrði og umgjörð um greinina séu eins og best verður á kosið og í sem mestri sátt við umhverfið.
Bent er á að stefnumótun sé nú sérstaklega brýn vegna hins hraða vaxtar greinarinnar. Í henni þurfi m.a. að horfa til stjórnsýslu og rannsókna, almennra starfsskilyrða greinarinnar, umhverfismála, hættu á erfðablöndun við villta stofna, sjúkdóma og sníkjudýra, menntunarmála, gjaldtöku, markaðsmála og efnahagslegrar þýðingar fyrir þjóðarbúið. Verður þetta skoðað bæði út frá eldi í sjó og á landi.
Starfshópur um stefnumótun í fiskeldi
- Baldur P. Erlingsson formaður, skipaður af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti
- Sigurbjörg Sæmundsdóttir, tilnefnd af umhverfis- og auðlindaráðuneyti
- Guðmundur Gíslason, tilnefndur af Landssambandi fiskeldisstöðva
- Kjartan Ólafsson, tilnefndur af Landssambandi fiskeldisstöðva
- Óðinn Sigþórsson, tilnefndur af Landssambandi veiðifélaga
- Bryndís Björnsdóttir, tilnefnd af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti
smari@bb.is