Fyrsta sprenging í september

Athafnasvæði Dýrafjarðarganga. Myndin tengist fréttinni ekki.

Von­ast er til að spreng­ing­ar hefj­ist í Dýra­fjarðargöng­um í byrj­un sept­em­ber. For­sker­ing, þar sem sprengd­ur er skurður inn í fjallið, hófst  17. júlí. Eysteinn Jóhann Dofrason, tæknifræðingur hjá Suðurverki, segir í samtali við mbl.is að vinnubúðir á svæðinu séu komnar upp og í vik­unni verður klárað að setja upp verk­stæði, steypu­stöð og geymsl­ur á svæðinu. Um fjörtíu manns eru að störf­um á staðnum.

Byrjað verður að sprengja Arn­ar­fjarðarmeg­in og grafn­ir þaðan um 4 kíló­metr­ar. Það sem upp á vant­ar á 5.300 metra löng göng­in verður grafið úr Dýraf­irði. Við bæt­ast 300 metra veg­skál­ar þannig að heild­ar­lengd gang­anna verður 5,6 kíló­metr­ar.

smari@bb.is

DEILA