Vegagerðin: ásþunginn hækkaður í 10 tonn

Mynd af dekki þakið olíumöl, eða blæðingu. Myndin var tekin á Bröttubrekku.

Þeim 7 tonna ásþungatakmörkunum sem hafa verið í gildi á Vestfjarðavegi 60 frá Hringvegi 1 við Dalsmynni að Snæfellsnesvegi 54 við Skógstagl var breytt í morgun og eru nú takmörkuð við 10 tonn frá kl. 8:00 miðvikudaginn 19. febrúar 2025 samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni í gærkvöldi.

Þessi breyting opnar að nýju að nokkru fyrir þungaflutninga frá Vestfjörðum til höfuðbogasvæðisins en bikblæðing hefur verið alvarlegt vandamál.

DEILA