Byggðakvóti: óbreyttar sérreglur

Smábátar í Flateyrarhöfn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum í gær að sömu reglur muni gilda í ár um úthlutun byggðakvóta og voru í gildi á síðasta fiskveiðiári. Sjö bæjarfulltúar Í lista og D lista stóðu að samþykktinni en bæjarfulltrúar B lista sátu hjá.

Íbúasamtök Flateyrar óskuðu eftir því að sett yrði skilyrði um að byggðakvóta Flateyrar yrði landað á Flateyri þótt vinnslan færi fram í öðru byggðalagi, en ekki var orðið við því.

Í bókun frá bæjarfulltrúum Í lista kemur fram að mikilvægt sé að standa vörð um störf í fiskvinnslu í minni byggðarlögum sveitarfélagsins og ef sveigjanleiki í löndun byggðakvóta styddi við vinnslu í minni byggðalögum væri Í listinn fylgjandi því.

DEILA