Ísafjörður: stækka spennistöð á Skeiði

Yfirlitsmynd af stækkun byggingarreitsins.

Orkubú Vestfjarða og Landsnet hafa sótt um stækkun á byggingarreit við Skeiði 7 á Ísafirði vegna áforma um nýjan rafstreng Landsnets og viðbyggingu við spennistöð undir nýjan spenni.

Er það vegna vegna fyrirhugaðs rafstrengs til Súðavíkur, sem verður lagður og tekin í notkun árið 2027. Í spennistöðinni eru fyrir tveir spennar og vegna nýja rafstrengsins þarf að bæta við þriðja spenninum. Byggja þarf viðbyggingu norðan megin við húsið.

Í gildandi deiliskipulagi fyrir Tunguskeið er stærð á núverandi byggingarreit 22 m x 30 m. Reiturinn er því
sem næst full nýttur. Til þess að koma fyrir nýju spennahólfi við spennistöðina þarf að stækka
byggingarreitinn um 52 fermetra (5,2 m x 10 m).

Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar leggur til að erindið verði grenndarkynnt fyrir aðliggjandi lóðarhöfum við Skeiði 5 og Skeiði 4 á Ísafirði og Vegagerðinni m.t.t. veghelgunarsvæðis.

DEILA