Scale AQ Iceland er nýtt fyrirtæki sem hefur hafið starfsemi á Vestfjörðum. Það selur fóðurpramma og búnað til fiskeldis og þjónustar laxeldisfyrirtækin í fjórðungnum.
Frá áramótum er Magnús Þór Heimisson starfsmaður fyrirtækisins á Vestfjörðum. Auk þess er Scale AQ með starfsemi á Austfjörðum og í Reykjavík.
Magnús Þór segir að Scale AQ hafi einmitt selt á dögunum til Arctic Fish nýjan fóðurpramma og annan búnað til eldisins í Tálknafirði. Það er fjárfesting sem nemur um 1,3 milljarði króna. Á Vestfjörðum séu 7 fóðurpramma frá Scale AQ.
Hann var áður verkstjóri hjá vélsmiðjunni Þrym og þar áður yfirvélstjóri á Stefnir IS. Að sögn Magnúsar Þórs hefur verið meira en í nógu að snúast síðan hann hóf störf og ekki gefist tími til þess að koma sé almennilega fyrir í aðstöðu fyrirtækisins á Ísafirði. Í dag er ferðinni heitið vestur í Arnarfjörð til þess að fylgjast með og yfirfara búnað.
Scale AQ er norskt fyrirtæki með höfuðstöðvar í Þrándheimi en stofnað var sérstakt félag á Íslandi um stafsemina hér á landi.

Frá Noregi.