Vilja virkja húsnefnd Birkimels

Birkimelur á Barðaströnd.

Heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps hittist í síðustu viku. Meðal mála sem þa var tekið fyrir voru málefni félagsheimila.

Valgerður María Þorsteinsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi Vesturbyggðar og Silja Ísafoldardóttir umsjónarmaður Birkimels, sátu fundinn undir þessum lið. Þær fóru yfir fyrirkomulag reksturs, reglur fyrir félagsheimilin, gjaldskrá og athugasemdir við húsnæðið frá eldvarnareftirliti og heilbrigðiseftirliti.


Heimastjórnin bókaði að hún hvetur til þess að húsnefnd/eigendafélag félagsheimilisins Birkimels verði virkjað sem fyrst.

DEILA