Laugardaginn 15. febrúar 14:00-16:00 verður opið hús í nýju vatnsveitunni í Hlíðardal.
Bolungarvíkurkaupstaður býður íbúa og gesti velkomna á opið hús á Vatnsveitunni í Hlíðardal, sem hefur verið í smíðum undanfarin ár.
Undirbúningur hófst árið 2022, en framkvæmdir hófust árið 2023 og er þeim nú formlega lokið.
Vatnsveitan samanstendur af tveimur meginvatnshólfum sem rúma samtals 2.700 m³ af vatni. Vatnstankurinn tryggir nægan vatnsforða fyrir bæinn í sólarhring og hreinsikerfið hefur afkastagetu upp á 240 m³ á klukkustund. Til samanburðar er meðalsvatnsnotkun bæjarins á bilinu 80-120 m³ á klukkustund, en hver íbúi notar að meðaltali um 165 lítra af vatni á dag.
Nýja vatnsveitan mun tryggja bæjarbúum öruggt og hreint drykkjarvatn til framtíðar og er stórt skref í innviðauppbyggingu Bolungarvíkur segir í tilkynningu á vef bæjarins.
Hér má sjá 3D mynd af tankinum
![](https://www.bb.is/wp-content/uploads/2025/02/Bol_vatnstankur_24-1024x807.jpg)
Mynd: Kristinn H. Gunnarsson