Vegagerðin: býður upp á aukaferðir með Baldri

Breiðafjarðarferjan Baldur.

Vegagerðin hefu ákveðið að bjóða flutningaðilum aukaferðir með ferjunni Baldri vegna vetrarblæðingaástandsins á Vestjarðavegi. Ástæðan er sú að ásþungatakmökunin við 7 tonn sem tekur gildi í hádeginu verður til þess að flutningabíla, t.d. með fisk að vestan verða að aka yfir Þröskulda, suður Strandir og yfir Holtavörðuheiði, sem lengir ferðatímann verulega.

Það þarf að hafa samband tímanlega við Sæfara og óska eftir aukaferðum segi í tilkynningunni.

Búist er við að þetta ástand vari næstu daga.

DEILA