Vegna aukinnar hættu á slitlagsskemmdum og slysahættu sem getur skapast af bikblæðingum, verður ásþungi takmarkaður við 7 tonn á Vestfjarðavegi 60 frá Hringvegi 1 við Dalsmynni (Bröttubrekku) að Djúpvegi 61 við Þröskulda, frá kl. 12:00 föstudaginn 14. febrúar 2025.
Á mánudaginn var tilkynnt um 10 tonna ásþunga á þessum vegarkafla og á miðvikudaginn var að auki varað við bikblæðingum og lýst yfir hættustigi.
uppfært kl 11:20. Vegagerðin segir í tilkynningu að þetta ástand muni að öllum líkindum vara a.m.k fram yfir helgi. Leiðin um Heydal og Skógarströnd er með 10 tonna ásþunga til Búðardals.
Þeir flutningsaðilar sem óska eftir aukaferðum með ferjunni Baldri vegna vetrarblæðingaástandsins á Vestjarðavegi, þurfa að hafa samband tímanlega við Sæferðir og óska eftir aukaferðum.