List fyrir alla auglýsir eftir umsóknum á sviði barnamenningar

List fyrir alla auglýsir eftir umsóknum um listviðburði eða verkefni á sviði barnamenningar fyrir grunnskólabörn. Umsóknarfrestur fyrir skólaárið 2025 – 2026 er 16. mars 2025.

List fyrir alla er barnamenningarverkefni á vegum menningar – og viðskiptaráðuneytis, sem ætlað er að miðla listviðburðum til barna og ungmenna um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag.

Til barnamenningar teljast verkefni á sviði lista og menningar sem unnin eru fyrir börn og/eða með virkri þátttöku barna.

Leitast er við að gera allar listgreinar sýnilegar innan verkefnisins eins og kostur er.

Listverkefnin skulu í öllum tilfellum vera unnir af fagfólki og af metnaði.

DEILA