Sveitarstjórn Strandabyggðar gerði þá breytingu á úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins fá reglum fyrra árs að honum verður að öllu leyti úthlutað í samæmi við veiðireynslu hvers báts. Að sögn Þorgeirs Pálssonar, sveitarstjóra var á síðasta ári sú sérregla að 75% byggðakvótans var úthlutað samkvæmt veiðireynslu og 25% var skipt jafnt á kvótaþega. Þorgeir segir að þar sem nú sé starfandi fiskvinnsla í sveitarfélaginu sé ekki þörf á undanþágu frá vinnsluskyldu og rétt sé að fara eftir ákvæðum reglugerðar um úthlutun byggðakvóta.
Var það samþykkt með þemur atkvæðum meirihlutans, T lista. Tillaga frá Guðfinnu Hávarðardóttur, A lista, um að hafa sömu reglur og á síðasta ári var felld með þremur atkvæðum gegn tveimur.
Þrír sveitarstjórnarmenn af fimm vou vanhæfir við umræður og afgreiðslu á byggðakvótanum og viku sæti. Í þeirra stað tóku varamenn sæti undir þessum dagskrárlið.
Það voru Júlíana Ágústsdóttir, Matthías Sævar Lýðsson og Hlíf Hrólfsdóttir sem viku af fundi og í þeirra stað komu Marta Sigvaldadóttir, Ragnheiður Ingimundardóttir og Guðfinna Lára Hávarðardóttir.