Fótboltakrakkar í Vestra höfðu í nógu að snúast um síðustu helgi. Yngstu iðkendurnir í 8.flokki fóru á Arionbankamót Víkings í Reykjavík og sömuleiðis 7. fl. drengja. Vestri hefur sent lið á þetta mót undanfarin ár með góðum árangri. Stelpurnar í sjötta og sjöunda flokki fóru svo á Pæjumótið á Siglufirði og kepptu þar í frábæru veðri við góðar aðstæður, en mikil vakning er í knattspyrnuiðkun í hjá yngstu stúlknaflokkunum. Strákarnir í 6. flokki fóru á Króksmótið á Sauðárkróki. Eitt lið Vestra gerðu sér lítið fyrir og vann sína deild á Króksmótinu með gullmarki í framlengingu í hreinum úrslitaleik. Hin liðin stóðu sig einnig vel og enduðu í 4 og 5 sæti eftir úrslitakeppnir. En það er ekki nóg að standa sig vel innan vallar og strákarnir stóðu klárir á því og uppskáru háttvísisverðlaun KSÍ fyrir frábæra hegðun og framkomu á mótinu.
smari@bb.is