Verð á dagvöru fer hækkandi og hefur dagvöruvísitala verðlagseftirlitsins hækkað um 0,22% milli mánaða. Sú vísitala skoðar verðlagshækkun miðað við meðalverð hvers mánaðar.
Hækkun dagvöruverði í Krónunni og Bónus skýrist af verðhækkun á um 7% af vöruúrvalinu. Í janúar nam hlutfall hækkana 8% en að jafnaði hækkaði verð á í kringum 5% af vöruúrvali í mánuði hverjum á fyrri helmingi síðasta árs.
Auk tilbúinna rétta og kjúklings hækkar verðlag í einum veigamiklum flokki til viðbótar; sælgæti.
Þar er vagninn dreginn af Kólus, en Þrista-stubbar hækka um 17% í Krónunni og Bónus og Þrista-kúlur um 14% bæði í Bónus og Krónunni. Kúlu-súkk hækkar um tæp 16% í Bónus og Krónunni.
Freyju rískubbar hækka í annað skipti á árinu í Krónunni og hafa hækkað um rúman fjórðung í verði frá áramótum. Ýmsar vörur frá Góu-Lindu hækka í Bónus og Krónunni um 4-11%.