Bæjarráð Vesturbyggðar ræddi í gær um vetrarþjónustu á Dynjandisheiðinni. Í bókun þess segir að bæjaráð Vesturbyggðar „hvetur stjórnvöld til þess að taka til endurskoðunar reglur um vetrarþjónustu á vegum en margt hefur breyst á Vestfjörðum á síðustu árum en þjónustan ekki í takt við það. Gríðarlega mikilvægt er að vetrarþjónusta verði bætt til muna þannig að hún verði í takt við það sem gerist í öðrum landshlutum.“
Bæjarráð Ísafjaðarbæja ályktað um málið fyrir skömmu og vildi aukna vetrarþjónustu og tekur bæjarráð Vesturbyggðar undir bókun þess og bætir því við að leiðin um Dynjandisheiði er mikilvæg fyrir íbúa og fyrirtæki í Vesturbyggð og brýnt að bætt sé úr þjónustu á veginum þannig að nýr vegur um Dynjandisheiði nýtist sem skyldi.