Á sunnudaginn hélt hjólreiðadeild Vestra skemmtilegt lokahóf fyrir félagsmenn til að fagna frábærum árangri á árinu 2024, en alls lönduðu yngri hjólarar félagsins þremur Íslandsmeistaratitlum.
Samkoman var haldin í félagsaðstöðu Vestra í vallarhúsinu og hófst á því að þeir Viðar Kristinsson, formaður deildarinnar og Þorgils Óttar Erlingsson þjálfari veittu iðkendum viðurkenningar fyrir árangur, ástundun og framfarir á árinu. Að því búnu var slegið upp pitsuveislu og hópurinn horfið saman á fjallabrunkeppni sem fram fór í Tasmaníu á helginni.
Þetta var góð byrjun á nýju hjólaári en mikið stendur til þegar vorar og verður blásið til æfinga strax í maí undir handleiðslu Þorgils Óttars. Æfingarnar verða auglýstar nánar þegar nær dregur en skráning mun fara fram á Sportabler líkt og á síðasta ári.
Frá þessu er greint á vefsíðu Vesta og þar segir að allir áhugasamir krakka séu hvött til að prófa þessa skemmtilegu íþrótt. Ýmsar upplýsingar um starfsemi hjólreiðadeildarinnar má finna í Facebook hópnum Vestri hjólreiðar, spjall félagsmanna, Facebook síðunni okkar og Instagram @vestrihjol en einnig bendum við á vefsíðuna www.mtbisafjordur.is.
![](https://www.bb.is/wp-content/uploads/2025/02/Vestri_hjol_25_b-1024x768.jpg)
Viðar og Þorgils fara yfir hjólaárið 2024.
Myndir: vestri.is