Bolungavíkurhöfn: 1.396 tonna afli í janúar

Bolungavík í fallegu vetrarveðri í janúar. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Alls var landað tæplega 1.400 tonnum af botnfiski í Bolungavíkurhöfn í janúarmánuði. Er það fyrir utan eldislax.

Aflahæst varð togarinn Sirrý ÍS með 611 tonn eftir 8 veiðiferðir. Tveir aðrir togarar lönduðu í janúar. Frosti ÞH frá Grenivík landaði einu sinni og var með 46 tonn. Annar togari frá Eyjafirði, Harðbakur EA landaði einnig einu sinni og var með 71 tonn.

Tveir bátar voru á snurvoð. Ásdís ÍS aflaði 118 tonn í 17 veiðiferðum og Þorlákur ÍS va með 24 tonn eftir 4 veiðiferðir.

Þrír línubátar voru á veiðum í mánuðinum. Fríða Dagmar ÍS fór 22 róðra og kom með 249 tonn. Jónína Brynja ÍS fór 23 róðra og landaði 259 tonn. Þá landaði Indiði Kristins BA tvisvar, samtals 19 tonn.

DEILA