Hraðskákmót Reykjavíkur: Tveir Bolvíkingar efstir

Bárður Ön Birkisson að tafli á mótinu. Mynd: skak.is

Hraðskákmót Reykjavíkur var haldið í fyrradag. Margir af sterkustu skákmönnum þjóðarinnar tóku þátt, þ.á.m. Vignir Vatnar Stefánsson, stórmeistari, sem er líklega langfremsti skákmaður landsmanna í dag. En það dugði ekki til sigurs. Bolvíkingar skipuðu sér í tvö efstu sætin. Umræddir Bolvíkingar eru auk þess náfrændur, ættaðir frá Hóli í Bolungavík. 

Efstur varð Bárður Örn Birkisson, Bárðasonar Guðmundssonar dýralæknis með 8 vinninga. Í öðru sæti með 7,5 vinning varð Magnús Pálmi Örnólfsson Guðmundssonar, bróður Bárðar.

Keppendur voru 32 og fyrnefndur Vignir Vatnar varð fjórði í skákmótinu.

Magnús Pálmi Örnólfsson hefur eignast æskuheimili bræðranna Bárðar og Örnólfs á Hóli og vinnu að því að gera það upp. Þar verður teflt segir Magnús Pálmi. Meðal skákmanna gengur Hóll nú undir nafninu „Skáksetrið“ í Bolungavík.

DEILA