Guðrún Hafsteinsdóttir á Vestfjörðum

Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrv. ráðherra og alþm. verður á ferð um Vestfirði á morgun og miðvikudag til fundar við Sjálfstæðismenn þar.

Guðrún tilkynnti framboð sitt til formanns í Sjálfstæðisflokknum á laugardaginn s.l. í Salnum í Kópavogi að viðstöddum um 600 stuðningsmönnum. Í lok ræðu sinnar sagði hún að hún hyggðist taka samtal við flokksmenn í aðdraganda landsfundar, og það samtal hófst í dag er hún lagði af stað á Snæfellsnes. 

Fyrstu fundirnir eru á Snæfellsnesi í kvöld, og svo kvöldfundir á Ísafirði og Bolungarvík annað kvöld og á Bíldudal og Patreksfirði fyrri part miðvikudags. Þaðan liggur leiðin svo til Norðurlands og þaðan austur og Guðrún lokar svo hringnum á Suðurlandi. 

DEILA