![i-listinn-2022](https://www.bb.is/wp-content/uploads/2025/02/i-listinn-2022-696x395.jpg)
Þorbjörn Halldór Jóhannesson hefur tekið sæti Örnu Láru Jónsdóttur í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar en Arna Lára tók nýverið sæti á Alþingi fyrir hönd Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.
Bæjarstjórn samþykkti á fundi síðastliðinn fimmtudag tillögu bæjarstjóra um að veita Örnu Láru lausn frá störfum sínum í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, að hennar eigin ósk, til loka kjörtímabils.
Arna Lára tók fyrst sæti í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar fyrir Í-listann þann 15. júní árið 2006 og hefur verið bæjarfulltrúi allar götur síðan. Í bréfi hennar til bæjarstjórnar segir:
„Það hefur verið mér sannur heiður að fá að starfa sem bæjarfulltrúi Ísafjarðarbæjar í 19 ár að fjölbreyttum verkefnum og vera treyst fyrir mikilvægum störfum fyrir hönd sveitarfélagsins. Ég er þakklát fyrir allt góða samstarfsfólkið sem ég hef fengið að starfa með í gegnum árin og vil þakka fyrir samstarfið af heilum hug.“ segir Arna Lára