Starfshópur um öryggi ferðamanna skilaði sinni fyrstu áfangaskýrslu til ráðherra í desember síðastliðnum. Starfsemi hans er liður í framkvæmd aðgerðaáætlunar með ferðamálastefnu til 2030. Samkvæmt aðgerð E.7. Bætt öryggi ferðamanna er markmið hennar að tryggja öryggi ferðamanna um land allt, eins og kostur er, hvort sem um er að ræða á fjölsóttum áfangastöðum eða á ferð um landið almennt.
Hlutverk starfshópsins er að koma með tillögur að úrbótum á sviði öryggismála í ferðaþjónustu, tryggja samráð á milli hlutaðeigandi ráðuneyti, stofnana og atvinnugreinarinnar, auk þess að stuðla að framgangi verkefna sem hafa það að markmiði að bæta öryggi ferðamanna þvert á hið opinbera og atvinnulíf.
Starfshópinn skipa:
- Dagbjartur Brynjarsson, Ferðamálastofu, formaður.
- Ágúst Elvar Bjarnason, SAF.
- Elín Sigurveig Sigurðardóttir, Icelandia, tilnefnd af SAF.
- Gauti Daðason, innviðaráðuneyti.
- Guðný Hrafnkelsdóttir, menningar- og viðskiptaráðuneyti.
- Haukur Herbertsson, Mountaineers of Iceland, tilnefndur af SAF.
- Helga Harðardóttir, heilbrigðisráðuneyti.
- Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir, Vatnajökulsþjóðgarði, tilnefnd af umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti.
- Kjartan Jón Björgvinsson, dómsmálaráðuneyti.