Á vef Fiskistofu hefur verið opnað fyrir umsóknir um nýliðakvóta í grásleppu.
Samhliða lagabreytingunni sem fól í sér kvótasetningu tegundarinnar var álveðið að sá hluti kvótans sem hefðbundið fellur í hlut ríkisins og er ætlað að úthluta sem byggða- og atvinnukvóta, s.s. 5,3% grásleppukvótans, mun vera ráðstafað sem sérstökum nýliðakvóta.
Nýliði er sá sem á skip sem ekki hefur skráða aflahlutdeild og hefur ekki fengið úthlutað aflahlutdeild eða átti rétt á aflahlutdeild í grásleppu vegna fiskveiðiársins 2024/2025.