Þungatakmörkun í dag við 10 tonna ásþunga

Vetrarveður á Kletthálsi. Nú er hiti yfir frostmarki og hálkublettir.

Vegagerðin hefur tilkynnt að í dag kl 14 taki gildi takmörkun á ásþunga við 10 tonn vegna hættu á slitlagsskemmdum.

Á Vestfjörðum gildir takmökunin á eftirfarandi vegum:

Vestfjarðavegi 60 frá Hringvegi 1 við Dalsmynni, að Djúpvegi 61 í Skutulsfirði

Djúpvegi 61 frá Vestfjarðavegi 60 í Króksfirði til Súðavíkur.

Þingeyrarvegi 622

Flateyrarvegi 64

Súgandafjarðarvegi 65

Barðastrandarvegi 62

Bíldudalsvegi 63

Tálknafjarðarvegi 617

Laxárdalsvegi 59

Innstrandavegi 68

Uppfært kl 10:31. Vegagerðin hefur bætt við að frá kl 16 gildi þungatakmörkunin einnig á Djúpvegi 61 frá Súðavík að Flugvallarvegi 631 Skutulsfirði.

Uppfært kl 17:00. Bætt hefur við ásþungatakmörkun frá kl 16 á þessum vegum:

Reykhólasveitarvegi 607.

Strandavegi 643 frá Djúpvegi 61 og um 645 að Drangsnesi.

DEILA