Eyjólfur Ármannsson, samgönguráðherra sagði rétt áðan á fundi Flugmálafélags Íslands um framtíð Reykjavíkurflugvallar, sem nú stendur yfir, að ríkisstjórnin væri einhuga um að standa vörð um Reykjavíkurflugvöll á núverandi stað í Vatnsmýrinni. Skýrar verður ekki kveðið að orði um framtíð flugvallarins.
Ráðherrann sagði að flugvöllurinn skipti miklu máli fyrir alla landsmenn og yrði að vera áfram í Reykjavík. Þá vísaði ráðherrann til nýlegra ummæla Einars Þorsteinssonar, borgarstjóra þess efnis að flugvöllurinn færi ekki fet næstu áratugina og fagnaði þeim.