Íbúafjölgun á Vestfjörðum jöfn landsfjölgun

Frá Patreksfirði.

Síðustu tvo mánuði hefu íbúum á Vestfjörðum fjölgað um 0,1% sem er það sama og landsmönnum hefur fjölgað á sama tíma. Fjölgunin á Vestfjörðum varð um 6 íbúa en 490 á landinu öllu.

Íbúum fækkaði á fjórum landssvæðum frá 1.desember 2024 til 1.febrúar 2025. Á Suðurnesjum fækkaði um 0,5% og um 0,2% á Norðurlandi vestra og einnig á Austurlandi. Á Vesturlandi var einnig um fækkun að ræða eða um 7 íbúa en það mælist innan við 0,1% fækkun.

Fjölgun varð á fjórum landssvæðum. Auk Vestfjarða, varð smávægileg fjölgun á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu eða um 0,2% á hvoru svæði og um 0,1% á Norðurlandi eystra.

Á Vestfjörðum fjölgaði mest í Vesturbyggð eða um 10 manns. Í Súðavík fjölgaði um 6 manns og um 4 í Bolungavík og einnig í Kaldananeshreppi.

Fækkun varð í Ísafjarðarbæ og Strandabyggð.

DEILA