Galdrafár á Ströndum í byrjun maí 

Búið er að opna fyrir sölu á miðum á menningar- og listahátíðina Galdrafár á Ströndum sem verður haldin á Hólmavík dagana 1.-4. maí. Meginþemað eru galdrar og fornnorræn menning. Dagskráin samanstendur af tónlistadagskrá, húðflúrráðstefnu, víkingaþorpi, vinnustofum, listviðburðum, fyrirlestrum og markaði. 

Það er fjölþjóðlegur hópur lista- og fræðifólks sem kemur að hátíðinni, en þátttakendur koma frá samtals 15 löndum. Sá sem kemur lengst að er húðflúrlistamaður frá Nýja-Sjálandi. Galdrafár var haldin í fyrsta sinn á Hólmavík í apríl 2024 og tókst frábærlega. Voru gestir þá í kringum 300 manns. 

Skipuleggjendur hátíðarinnar eru Hrafnhildur Inga Guðjónsdóttir húðflúrlistakona með meiru og Anna Björg Þórarinsdóttir framkvæmdastýra Galdrasýningar á Ströndum. Til að fræðast meira um hátíðina og kaupa miða er bent á heimasíðuna: https://www.sorceryfestival.is/

Frá skrúðgöngu og listagjörningi sem var á seinustu hátíð.

DEILA