Dynjandisheiði er lokuð í dag samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar og veður hún ekki opnuð í dag. Á öðrum fjallvegum á Vestfjörðum er óvissustig til kl. 08:00 á morgun 6. febrúar og getur vegurinn því lokast með stuttum fyrirvara.
Hálka eða snjóþekja með skafrenningi og éljagangi er á flestum leiðum. En eitthvað er um þæfingsfærð.
Veðurspáin er ekki góð næsta sólarhringinn. Veðurstofan birtir þetta um horfurnar:
Vaxandi sunnanátt, 20-30 m/s seint í dag og hviður yfir 40 m/s. Talsverð rigning, en úrkomuminna norðaustanlands. Hlýnar í veðri, hiti 2 til 9 stig í kvöld. Hægari um tíma í nótt. Sunnan 23-30 í fyrramálið og talsverð rigning, en mun hægari og snjókoma á Vestfjörðum. Dregur úr vindi og úrkomu síðdegis á morgun, fyrst vestantil. Suðvestan 10-18 annað kvöld, él og hiti nálægt frostmarki.