Sterkar Strandir – Síðasti fundurinn

Lokaíbúafundur Sterkra Stranda verður haldinn í Félagsheimilinu á Hólmavík fimmtudaginn 20. febrúar nk. kl. 18:00. Ráðgert er að fundi verði slitið um kl 20:40. Fundarstjóri verður Aðalsteinn Óskarsson, sviðsstjóri byggðamála, hjá Vestfjarðastofu. Boðið verður upp á súpu, brauð og kaffi á fundinum. 

Á fundinum verður farið yfir það helsta í verkefninu. Verkefnisstjórn Sterkra Stranda hvetur íbúa til góðrar mætingu á fundinum. 

Rétt er einnig að benda á að Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri hefur undanfarna daga haft samband við íbúa Strandabyggðar vegna könnunar um viðhorf íbúa til verkefnisins.

Mikilvægt er að ná sem mestu svarhlutfalli í könnuninni til að varpa ljósi á stöðu byggðarlagsins í lok verkefnis að mati íbúa. Ekki er hægt að rekja svör til einstaklinga.

Ef það er ekki búið að hafa samband við þig en þú vilt taka þátt þá má hafa samband við Helgu Einarsdóttur hjá Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri.

DEILA